Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 17:31
Magnús Már Einarsson
Dembele í aðgerð í Finnlandi - Missir af EM
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele, framherji Barcelona, fór í dag í aðgerð í Finnlandi vegna meiðsla á fæti.

Barcelona hefur tilkynnt að Dembele verði frá í u.þ.b. sex mánuði svo ljóst er að hann verður ekki með Frökkum á EM í sumar.

Aðgerðin fór fram í Turku í Finnlandi en Dembele fór einnig í aðgerð þar vegna meiðsla fyrir tveimur árum síðan.

Dr Lasse Lempainen, mun framkvæma aðgerðina en hann hefur hjálpað mörgum af þekktustu íþróttamönnum heims í gegnum tíðina.

Dembele verður frá út tímabilið og er líklegt að Barcelona nýti sér undanþágu til að fá nýjan framherja í hópinn en það gæti gerst þó að félagaskiptagluginn sé lokaður.

Sjá einnig:
Barcelona fær undanþágu til að kaupa framherja
Athugasemdir
banner
banner