Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. febrúar 2020 13:55
Elvar Geir Magnússon
Mourinho segist hafa sofnað í rakarastólnum
Mourinho er búinn að láta raka af sér hárið.
Mourinho er búinn að láta raka af sér hárið.
Mynd: Twitter
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er kominn með nýja klippingu en hann er krúnurakaður.

Þegar hann var spurður út í klippinguna sagðist hann einfaldlega hafa sofnað í stólnum á rakarastofunni.

„Stundum vil ég finna fyrir kalda veðrinu og breyta aðeins til. Það var ekki þannig í þessu tilfelli samt," sagði Mourinho kíminn.

„Ég sofnaði í rakastólnum og þegar ég vaknaði var greiðslan svo slæm að ég bað um að vera krúnurakaður. Vonandi vex hárið aftur."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mourinho lætur krúnuraka sig en þegar hann var hjá Chelsea fékk hann eitt sinn lánaða rakvél frá Fernando Torres og sá sjálfur um raksturinn fyrir framan spegilinn.

„Þetta er þægilegt og ódýrt. Hárið vex svo aftur," sagði Mourinho þá.
Athugasemdir
banner
banner