Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. febrúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
„Erum það lið sem hefur verið mest með boltann í leikjum í Lengjudeildinni"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í viðtali eftir leikinn gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í gær.


Farið var um víðan völl í spjallinu við Magnús en leiknum í gær lauk með 4-1 sigri Stjörnunnar.

Magnús gat séð jákvæða hluti í leiknum í gær þrátt fyrir tap gegn Bestu deildarliði og þá er hann ánægður með að fá Mosfellinga í liðið.

Hann var spurður út í hugmyndafræði liðsins og hvort hún væri eitthvað breytt frá því á síðustu leiktíð.

„Nei nei, við reynum að halda í boltann og viljum spila sóknarbolta að sjálfsögðu og vinna í leiki. Í grunninn er þetta eins, smá breytingar hér og þar en við erum að reyna vinna eftir sömu hugmyndafræði," sagði Magnús.

„Við erum það lið sem hefur verið mest með boltann í leikjum í Lengjudeildinni undanfarin ár. Það er bara okkar stíll, það eru til margar leiðir til að vinna fótboltaleiki. Það er ein leið, svo eru til margar aðrar leiðir sem eru líka árangursríkar en þetta er okkar leið."

„Það er frábært að menn vilji koma og spila í okkar liði. Það er auðveldara fyrir okkur að nálgast leikmenn núna út frá þessu og það er jákvætt."

Á síðustu leiktíð endaði Afturelding í 8. sæti Lengjudeildarinnar með 29 stig úr 22 leikjum.


Magnús Már: Betri en á sama tíma undanfarin ár
Athugasemdir
banner