Aston Villa 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Rasmus Hojlund ('17 )
1-1 Douglas Luiz ('67 )
1-2 Scott McTominay ('86 )
0-1 Rasmus Hojlund ('17 )
1-1 Douglas Luiz ('67 )
1-2 Scott McTominay ('86 )
Manchester United vann þriðja deildarleik sinn í röð er það lagði Aston Villa að velli, 2-1, á Villa Park í kvöld. Scott McTominay var hetja gestanna með því að gera skallamark tæpum fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund hefur átt frábært ár til þessa en gerði fyrsta mark liðsins af stuttu færi eftir að Harry Maguire stangaði hornspyrnu Bruno Fernandes fyrir lappir Höjlund, sem setti hann síðan í netið. Höjlund var að skora fimmta deildarleikinn í röð.
André Onana, markvörður United, hafði í nógu að snúast í leiknum en hann varði vel frá þeim John McGinn og Ollie Watkins í fyrri hálfleiknum og síðan aftur frá Watkins snemma í síðari.
Douglas Luiz tókst að jafna metin fyrir Villa-menn á 67. mínútu leiksins. United hreinsaði frá hornspyrnu Leon Bailey, en Jamaíkamaðurinn fékk boltann aftur, kom honum inn í teiginn þar sem Douglas Luiz var að klár að setja boltann í netið og fagnaði því á skringilegan hátt með því að hrista axlirnar fyrir framan Onana í markinu.
United átti hins vegar lokaorðið í leiknum. Diogo Dalot fékk boltann frá Kobbie Mainoo á hægri vængnum og kom með þessa frábæru fyrirgjöf á Scott McTominay, sem mætti boltanum af harðfylgi og stangaði honum í netið.
Villa-menn náðu ekki að svara og var það því United sem vann þriðja leikinn í röð. Liðið er áfram í 6. sæti en nú aðeins fimm stigum frá Villa sem er í fimmta sætinu.
Athugasemdir