Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 11. mars 2020 10:50
Elvar Geir Magnússon
Lineker óttast að fótboltatímabilið verði blásið af
Sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker segist hafa það á tilfinningunni að frestunin á leik Manchester City og Arsenal sé upphafið að því að fótboltatímabilið verði blásið af.

City og Arsenal áttu að mætast í kvöld en leiknum var frestað þar sem einhverjir leikmenn Arsenal eru í sóttkví.

Kórónaveiran hefur haft gríðarleg áhrif og sett fjölda viðburða, þar á meðal fótboltaleiki, í uppnám. Keppni hefur verið hætt á Ítalíu og óvíst er hvernig og hvort deildin þar verði kláruð.

Leikið er fyrir luktum dyrum víða um Evrópu og mikil óvissa í gangi.

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, skrifar á Twitter að fótboltinn sé ekkert án stuðningsmanna og að þeirra heilsa þurfi að vera í forgangi.

Cesc Fabregas, fyrrum miðjumaður Arsenal og Chelsea, segir að fótboltinn eigi alls ekki að vera í forgangi í núverandi ástandi.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, telur að frekar eigi að fresta fótboltaleikjum en að spila þá án áhorfenda.


Athugasemdir
banner