Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man City þarf sigur til að halda í við Arsenal
Sex leikir fara fram í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Crystal Palace á Selhurst Park.

Liverpool, sem er í góðu formi í deildinni, mætir Bournemouth í fyrsta leik dagsins. Lærisveinar Jürgen Klopp eru að svífa upp töfluna og nú í baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið fær ágætis áskorun gegn Bournemouth sem stóð í toppliði Arsenal í síðustu umferð.

Chelsea fer þá og heimsækir Leicester klukkan 15:00 en á sama tíma spilar Everton við Brentford, sem hefur ekki tapað í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni.

Tottenham fær Nottingham Forest í heimsókn og þá spilar Leeds við Brighton áður en Crystal Palace fær það erfiða verkefni að spila við Manchester City.

Englandsmeistararnir eru fimm stigum á eftir Arsenal í deildinni og þarf liðið því sigur á erfiðum útivelli í dag.

Leikir dagsins:
12:30 Bournemouth - Liverpool
15:00 Leicester - Chelsea
15:00 Everton - Brentford
15:00 Tottenham - Nott. Forest
15:00 Leeds - Brighton
17:30 Crystal Palace - Man City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner