Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Það eru fáir markmenn sem hefðu varið þetta"
Anton Ari Einarsson
Anton Ari Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði KA í 6. umferð Bestu deildarinnar á Akureyri um helgina.

Aron Bjarnason skoraði eina mark leiksins. Viðar Örn Kjartansson komst í frábært færi eftir um klukkutíma leik en Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, varði frábærlega frá honum.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Rætt var um vörsluna í Innkastinu þar sem sjötta umferð Bestu var gerð upp.

„Það var ekkert eðlilega góð varsla, 'matchwinning' varsla hjá Antoni þar. Það var eitthvað verið að gagnrýna Viðar að hann hefði átt að gera betur, það eru fáir markmenn sem hefðu varið þetta í þessari deild," sagði Elvar Geir.

„Viðar nær að taka boltann niður í markteig og leggur boltann niður í hornið, fáránlega vel varið. Hann tekur sénsinn, þetta er eins og að taka víti, giskar og ver, mjög vel gert hjá honum," sagði Baldvin.

„Mjög vel varið, hann er búinn að vera frábær í sumar," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.


Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner
banner