Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. mars 2023 09:15
Brynjar Ingi Erluson
Klopp þarf fleiri leikmenn - „Getum ekki farið með þrjá miðjumenn inn í tímabilið"
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, hefur ítrekað það að félagið þurfi að styrkja hópinn í sumar.

Liverpool þarf sárlega á styrkingu að halda á miðsvæðinu en Alex Oxlade-Chamberlain mun yfirgefa félagið í sumar og þá hefur verið mikið um meiðsli á miðsvæðinu síðustu ár.

Klopp segir að í sumar þurfi félagið að skoða það að styrkja hópinn. Harvey Elliott og Stefan Bajcetic hafa komið með ferskan blæ inn í hópinn en Klopp þarf meira.

„Nei, við þurfum leikmenn og við getum ekki farið með þrjá miðjumenn inn í tímabil,“ sagði Klopp.

„Við treystum á þá en það þýðir ekki að við munum ekki skoða eitthvað í sumar. Áskorunin sem við höfum fengið með þeim breytingum sem við höfum gert eða munum gera á næstu árum er að höfum við alltaf þurft að skipta út mögnuðum leikmanni eða taktík því strákarnir eru bara það góðir. Þannig er það en það þýðir ekki að við þurfum ekki að gera breytingar.“

Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, hefur verið orðaður við Liverpool síðustu mánuði en Klopp vildi ekkert fara að ræða einhver nöfn við blaðamenn.

„Þetta hefur ekkert með nöfn eða sérstaka leikmenn að gera,“ sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner