Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders
Powerade
Tijjani Reijnders er á óskalista Manchester City.
Tijjani Reijnders er á óskalista Manchester City.
Mynd: EPA
Það er Eurovision kvöld og samkvæmt fréttum frá Sviss hafa Væb-strákarnir staðið sig óaðfinnanlega á æfingum og heillað á fréttamannafundum. En leyfum öðrum fjölmiðlum að fjalla um það. Hér er samantekt á öllum áhugaverðustu slúðursögunum sem eru í gangi í boltanum.

Kólumbíski kantmaðurinn Luis Díaz (28) hefur heitið Liverpool tryggð en Barcelona hefur sýnt honum áhuga. (Telemundo)

Real Madrid hefur ekki enn gert Liverpool formlegt tilboð um að fá Trent Alexander-Arnold (26) fyrr til liðsins svo hann geti spilað á HM félagsliða. (Sky Sports)

Liverpool gæti reynt að fá hollenska hægri bakvörðinn Jeremie Frimpong (24) frá Bayer Leverkusen til að fylla skarð Alexander-Arnold. Hann er með riftunarákvæði upp á 35-40 milljónir evra. (Sky Þýskalandi)

Varnarmaðurinn Sven Botman (25) hjá Newcastle vill vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga á hollenska landsliðsmanninum frá Paris Saint-Germain. (The I)

Manchester City stefnir að því að kaupa hollenska miðjumanninn Tijjani Reijnders (26) frá AC Milan í sumar. AC Milan mun aðeins hlusta á tilboð sem eru yfir metfé félagsins, 57 milljónum punda. (Telegraph)

Forráðamenn Manchester United hafa engar áætlanir um skipta stjóranum Rúben Amorim út þrátt fyrir afleitt gengi í ensku úrvalsdeildinni. (Talksport)

Napoli hefur átt í viðræðum við umboðsmenn Kevin De Bruyne (33) en samningur hans við Manchester City rennur út í sumar. (Sky Sviss)

Atletico Madrid ætlar í viðræður við Manchester United um kaup á brasilíska vængmanninum Antony (25) sem er á láni hjá Real Betis. Juventus og Villarreal hafa einnig áhuga. (Football Espana)

Real Madrid hefur áhuga á að gera nýjan samning við franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (27) hjá AC Milan, sex árum eftir að hann yfirgaf félagið. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner