Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. mars 2023 12:20
Aksentije Milisic
Leikmenn og þjálfarar munu ekki mæta í viðtal hjá MOTD
Mynd: Twitter

Leikmenn og þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni munu ekki mæta í viðtal hjá sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day á BBC stöðinni í kvöld en þáttastjórandinn Gary Lineker var látinn stiga til hliðar í gær.


Hann gagnrýndi ríkisstjórnina á Twitter eftir að ný stefna hennar, sem varðar flóttafólk, var opinberuð en hann líkti henni við stefnu Þjóðverja í kringum síðari heimsstyrjöldina.

Stefnan er sögð full af kynþáttafordómum í garð flóttafólks en BBC ákvað að Lineker myndi stíga til hliðar tímabundið þar sem hann hefði brotið hlutleysisreglur.

Lineker hefur fengið stuðning úr öllum áttum en Ian Wright, Alan Shearer, Micah Richards og Jermaine Jenas eru meðal sérfræðinga sem neituðu að mæta í kjölfarið en þátturinn mun fara fram í kvöld án lýsenda og sérfræðinga.

Nú er talað um það að leikmenn og þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni ætli að sýna Lineker stuðning og sleppa því að mæta í viðtal hjá þættinum eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þá hefur Ian Wright hótað því að hætta hjá BBC ef Gary Lineker verður rekinn úr starfi.


Athugasemdir
banner
banner