Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. mars 2023 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Svekktur að hafa ekki skorað fleiri mörk á Liverpool
Gary O'Neil
Gary O'Neil
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil, stjóri Bournemouth á Englandi, var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann vildi fá fleiri mörk frá sínum mönnum.

Philip Billing gerði eina mark leiksins á 28. mínútu. Liverpool gat jafnað metin er það fékk vítaspyrnu en Mohamed Salah klikkaði á punktinum.

Bournemouth hefur verið að veita stærstu liðum deildarinnar mikla samkeppni undir O'Neil. Liverpool vann Bournemouth 9-0 í byrjun tímabilsins en það hefur tekið miklum framförum síðan.

„Þetta eru augljóslega stór úrslit. Ég brosi hringinn og hef ekki gert það undanfarið þannig þetta hefur svona verið að gerjast ef ég á að vera hreinskilinn. Strákarnir geta verið stoltir af frammistöðunni gegn Manchester City og Arsenal en við náðum ekki að taka neitt af þeim liðum. Í dag fóru litlu hlutirnir með okkr og við unnum eitt besta lið Englands,“ sagði O'Neil.

„Við munum breyta skipulaginu eftir því hvernig andstæðingurinn spilar. Skipulagið gegn Arsenal og Man City hjálpaði okkur að halda okkur inn í leiknum og í dag settum við þetta upp öðruvísi og það hjálpaði okkur að vinna leikinn.“

O'Neil hefði viljað fleiri mörk frá sínu liði í dag en sætti sig samt við eitt mark.

„Við fengum mörg stór augnablik líka. Ég er svolítið vonsvikinn að við skoruðum ekki fleiri mörk. Svo kom þetta víti sem var víti eða ekki en það fór okkur í hag þar sem hann klikkaði. Við börðumst og við létum vaða á það gegn góðu liði og í dag fór það okkur í hag og áttu strákarnir það fyllilega skilið,“ sagði O'Neil.
Athugasemdir
banner
banner
banner