Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 11. júní 2019 15:14
Elvar Geir Magnússon
HM kvenna: Hollenskt flautusigurmark
Kvenaboltinn
Nýja-Sjáland 0 - 1 Holland
0-1 Jill Roord ('90+2 )

Evrópumeistarar Hollands unnu sigur í fyrsta leik sínum á HM kvenna í Frakklandi.

Nýja-Sjáland reyndi hollenska liðinu erfið mótspyrna en eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Jill Roord skoraði markið með skalla af stuttu færi.

Roord er 22 ára en hún gekk í síðasta mánuði í raðir Arsenal frá Bayern München.

Hollenska liðið sótti mun meira og fékk fjölda færa til að skora fyrr í leiknum. Lið Nýja-Sjálands hefði þó getað skorað einnig en það átti skot sem hafnaði í tréverkinu.
Athugasemdir
banner