Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 11. júní 2019 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Raggi Sig með tvennu í fyrri hálfleik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ísland er 2-1 yfir gegn Tyrklandi og hefur frammistaðan hingað til verið frábær.

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er með bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði.

„MAAAAAAAAAARK! Ísland er komið yfir með glæsilegu marki! Jóhann Berg Guðmundsson tekur aukaspyrnu sem að dettur fyrir Ragnar Sigurðsson á fjærstönginni og Raggi skallar boltann í markið. Í jörðina og þaðan inn! BÚMMM! Þvílík spyrna, þvílíkt mark!" sagði Arnar Helgi Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Ragnar skoraði fyrra markið.

Þegar hann skoraði það seinna sagði hann:

„RAAAAAAAAAAAGGI!! Ragnar Sigurðsson er að tvöfalda forystu íslenska liðsins með sínu öðru marki í leiknum. ÖÐRU SKALLAMARKI Í LEIKNUM! Gylfi Þór með hornspyrnuna frá vinsti, boltinn berst á Birki Bjarnason sem að nær að stýra honum í átt að Ragga sem að lúrir á fjærstönginni. Eftirleikurinn fyrir Ragga auðveldur sem að skallar boltann í netið af stuttu færi! Ragnar Sigurðsson, dömur mínar og herrar."

RÚV hefur birt myndband af mörkunum. Mörkin hans Ragnars má sjá með því að smella hérna.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu. Tyrkir náðu að minnka muninn fimm mínútum fyrir hálfleik.









Athugasemdir
banner
banner