Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. júní 2021 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harley Willard opinn fyrir því að ræða við önnur félög
Lengjudeildin
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá er áhugi á Harley Willard, leikmanni Víkings Ólafsvíkur, hjá félögum í Pepsi Max-deildinni og Lengjudeildinni.

Samningur Harley rennur út eftir tímabilið og því má hann byrja að ræða við önnur félög núna. Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net, þá hefur leikmaðurinn öflugi í hyggju að leita annað þegar samningur hans rennur út.

Að minnsta kosti eitt félag í Lengjudeildinni hefur sýnt honum áhuga.

Hann er 23 ára gamall og fæddur í Englandi, en hefur jafnframt spilað fyrir yngri landslið Skotlands. Hann er uppalinn hjá Arsenal og Southampton en kom til Ólafsvíkur árið 2019.

Hann vakti fljótt athygli fyrir góða frammistöðu, en hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni. Hann fór eftir það í Fylki í efstu deild, en fann sig ekki þar og ákvað að fara aftur til Ólafsvíkur fyrir síðustu leiktíð.

Harley er í heildina búinn að skora 29 mörk í 52 keppnisleikjum frá því hann kom til Íslands. Það hefur ekki gengið vel hjá Ólafsvík á þessu tímabili og er liðið á botni Lengjudeildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex leiki.

Fyrir tímabil útnefndi Eiður Ben Eiríksson, einn af sérfræðingum Fótbolta.net um Lengjudeildina, Harley sem lykilmann Víkings.

„Það er óskiljanlegt að svona góður leikmaður sé enn sé enn í þessari deild. Harley Willard er búinn að sanna hversu mikið hann getur gefið liðinu."

„Harley er með frábæran leikskilning og getur brotið upp leiki með því að láta týna sér á milli lína. Hann hefur þann kost að vera gríðarlega hraður á boltanum og getur brotið upp leiki með stefnubreytingum og gæðum í sendingum. Hann mun nýtast liðinu fram á við hvort sem það er fyrir aftan senter eða út á kanti. Það er ekki nokkur vafi að Harley er einn af betri leikmönnum deildarinnar og ef hann spilar á þeirri getu sem hann býr yfir að þá mun hann skila mörgum mikilvægum mörkum og stoðsendingum í sumar fyrir liðið," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner