Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. júní 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Keppnisbann Onana stytt um þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Andre Onana markvörður Ajax var dæmdur í eins árs bann frá knattspyrnu í febrúar eftir að hann féll á lyfjaprófi.

Onana áfrýjaði málinu til CAS íþróttadómstólsins og var ákveðið að stytta bannið úr tólf mánuðum niður í níu. Onana getur því spilað fótbolta aftur í byrjun nóvember.

Onana er landsliðsmarkvörður Kamerún og hefur verið eftirsóttur af ýmsum stórliðum undanfarin ár. Hann er sagður vera á leið til Arsenal þar sem hann mun berjast við Bernd Leno um byrjunarliðssæti.

Efnið 'furosemide' fannst í þvagi Onana 30. október. Hann sagðist óvart hafa tekið töflu sem innihélt þetta efni þegar hann ruglaðist á töflum og tók hjá eiginkonu sinni. Onana vildi fá banninu aflétt en CAS dómstóllinn neitaði þeirri beiðni vegna kæruleysisins sem leikmaðurinn sýndi þegar hann tók ranga töflu. Þess í stað var bannið stytt um þrjá mánuði.

Onana mun því missa af byrjun næsta tímabils og fjórum leikjum Kamerún í undankeppni fyrir HM 2022.

Markvörðurinn hefur ekki mátt æfa undanfarna mánuði en hann má hefja æfingar að nýju tveimur mánuðum áður en bannið rennur út.

Edwin van der Sar, stjórnarmaður hjá Ajax og fyrrum landsliðsmarkvörður Hollands, hjálpaði Onana í málinu og segist ekki búast við að markvörðurinn skipti um félag á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner