Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. júní 2021 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raheem Sterling aftur til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Sagt er að Manchester City eru tilbúnir til að selja Raheem Sterling í sumar. Hann var ekki fastamaður í liði Guardiola á nýafstöðnu tímabili.

Liverpool keypti Sterling árið 2010 frá QPR þegar hann var aðeins 15 ára gamall.

Brendan Rodgers þáverandi þjálfari Liverpool taldi það ekki hægt að neita samningnum sem Sterling fékk boð um frá Liverpool árið 2015. Hann hinsvegar neitaði og gekk í raðir Manchester City fyrir í kringum 50 milljónir punda.

Alex Miller, blaðamaður, segir á twitter síðu sinni eftir að Sterling hafi skipt um umboðsmann séu miklar líkur á því að hann vilji fara til Liverpool en liðið þurfi hinsvegar að borga rétt verð og Klopp þurfi að vera viss um að Sterling sé tilbúinn að bjóða sig allan fram í að standa sig hjá Liverpool.



Athugasemdir
banner
banner