Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 11. júlí 2019 12:37
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona fær 16 ára framherja frá WBA (Staðfest)
Louie Barry með Barcelona treyjuna í höndunum
Louie Barry með Barcelona treyjuna í höndunum
Mynd: Twitter
Spænska félagið Barcelona er búið að ganga frá kaupum á enska sóknarmanninum Louie Barry en hann kemur frá WBA. Félagið staðfestir þetta á Twitter.

Barry, sem er 16 ára gamall, hafnaði því að gera atvinnumannasamning við WBA og ákvað að skoða tilboð frá öðrum liðum.

Barcelona, Real Madrid og Paris Saint-Germain vildu öll fá hann en hann ákvað að velja Börsunga á endanum.

Hann spilaði með WBA frá sex ára aldri og var spáð því að hann myndi spila fyrir aðallið félagsins.

Barry vakti mikla athygli er hann spilaði þá með U15 ára landsliði Englands á Ítalíu þar sem hann skoraði 10 mörk í aðeins 5 leikjum.

Barcelona greiðir WBA 235 þúsund pund fyrir þjónustu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner