Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 11. júlí 2020 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ekkert gengur hjá Brescia
Birkir Bjarnason og hans menn í Brescia töpuðu fyrir Roma
Birkir Bjarnason og hans menn í Brescia töpuðu fyrir Roma
Mynd: Getty Images
Brescia 0 - 3 Roma
0-1 Federico Fazio ('48 )
0-2 Nikola Kalinic ('62 )
0-3 Nicolo Zaniolo ('74 )

Roma vann þægilegan 3-0 sigur á nýliðum Brescia í 32. umferð Seríu A í dag. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleiknum. Aleksandar Kolarov átti góða aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Andrenacci varði meistaralega í markinu.

Federico Fazio kom Roma yfir snemma í seinni hálfleik. Roma fékk hornspyrnu og endaði boltinn í teignum á milli tveggja varnarmanna Brescia. Fazio nýtti sér það og potaði í boltann. Andrenacci varði en boltinn rúllaði þrátt fyrir það yfir línuna.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia en var skipt af velli á 58. mínútu. Brescia ætlaði þá að blása til sóknar en Alfredo Donnarumma kom inn í hans stað.

Fjórum mínútum síðar bætti Nikola Kalinic við öðru marki og Nicolo Zaniolo gerði svo út um leikinn á 74. mínútu.

Lokatölur 3-0 fyrir Roma sem er í 5. sæti með 54 stig á meðan Brescia er í næst neðsta sæti með 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner