Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. ágúst 2019 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: AIK heldur í við erkifjendurna - Bjarni Mark lagði upp í sigri
Kolbeinn Sigþórsson spilaði klukkutíma
Kolbeinn Sigþórsson spilaði klukkutíma
Mynd: Eyþór Árnason
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK er liðið vann 4-2 sigur á Ekilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

AIK er í toppbaráttu við erkifjendur sína í Djurgården en Kolbeinn var í fremstu víglínu í dag.

Hann kom sér ekki á blað í dag en hann fór af velli á 61. mínútu en Henok Goitom og Sebastian Larsson skoruðu báðir úr vítaspyrnu áður en Nabil Bahoui skoraði tvennu.

Arnór Ingvi Traustason sat allan tímann á bekknum er Malmö gerði 1-1 jafntefli BK Häcken. Djurgården er í 1. sæti með 41 stig, AIK í öðru með 40 stig og Malmö í þriðja sæti með 38 stig.

Bjarni Mark Antonsson var þá líflegur í 5-1 sigri Brage á Östers í sænsku B-deildinni. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins áður en Östers jafnaði. Brage var þó fljótt að átta sig og bætti við fjórum mörkum áður en leikurinn var úti.

Brage er í 2. sæti með 36 stig eftr nítján leiki.
Athugasemdir
banner
banner