Sóknarmaðurinn David Datro Fofana er á leið frá Chelsea til AEK Aþenu á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
BBC segir að AEK sé með ákvæði um að geta keypt Fofana fyrir um 20 milljónir punda.
BBC segir að AEK sé með ákvæði um að geta keypt Fofana fyrir um 20 milljónir punda.
Þessi 21 árs leikmaður er á leið í læknisskoðun áður en skrifað verður undir en það er gluggadagur í Grikklandi og félagaskiptaglugganum lkað í kvöld.
Viðræður Chelsea og AEK hafa staðið yfir síðan í lok ágúst.
Chelsea keypti Fofana frá Molde í janúar 2023 fyrir 8,4 milljónir punda en Lundúnafélagið hefur verið að skera niður stóran leikmannahóp sinn.
Fofana var lánður til Union Berlín og Burnley á síðasta tímabili.
Athugasemdir