Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Junior biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images

Vinicius Junior hefur beðið stuðningsmenn brasilíska landsliðsins afsökunar eftir tap liðsins gegn Paragvæ í undankeppni HM 2026 í nótt.


Liðið er í 5. sæti riðilsins og hefur aðeins nælt í tíu stig úr átta leikjum. Vinicius var í byrjunarliðinu ásamt liðsfélögum sínum hjá Real Madrid, Rodrygo og Endrick.

„Við biðjum stuðningsmennina sem stiðja alltaf við bakið á okkur afsökunar. Þetta er erfiður tími, við viljum bara bæta okkur. Ég veit hvað ég get, ég veit hvað ég get gert fyrri landsliðið. Auðvitað hefur þetta verið erfitt því þegar þú ert ekki með sjálfstraust nærðu ekki að skora eða leggja upp eða náð góðri frammistöðu," sagði Vinicius.

„Ég veit hvað ég get bætt. Ég veit hvað ég stend fyrir, þegar ég er betri næ ég að róa hugann hjá öllum. Ég veit hvaða ábyrgð ége hef, ég vil bæta mig eins fljótt og hægt er."


Athugasemdir
banner
banner
banner