Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 11. október 2022 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Berglind: Fúlt þegar dómarinn er svona hræðilegur
Icelandair
Berglind svekkt eftir leikinn í kvöld.
Berglind svekkt eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður hræðilega," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Við gáfum allt í þetta og það gekk ekki upp í dag. Við höfum klárlega spilað betri leiki en þetta. Það er fúlt þegar dómarinn er svona hræðilegur eins og hann var í dag," hélt Berglind áfram og hún hafði nóg út á franska dómarann Stéphanie Frappart að setja.

„Það er talað um að þetta sé besti kvendómari í heimi og mér fannst hún langt frá því í dag. Hún tók margar skrítnar ákvarðanir og ekkert féll með okkur."

„Þetta meikar engan sens, ég var að sjá video af vítinu þeirra. Þetta var aldrei rautt, og aldrei víti. Þetta er bara fáránlegt, hún fer í skjáinn og skoðar þetta en dæmir samt víti og rautt. Þetta er fáránlegt."

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum að ofan. Hún segir að þó það séu fjögur ár í næsta HM þá ætli hún sér að vera þar.


Athugasemdir
banner
banner