Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 11. október 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Glódís: Vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari heims
Icelandair
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er tómleikatilfinning, ég var ekki búin að sjá þetta fyrir mér," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Ég var búin að sjá fyrir mér að við færum heim í dag og fögnuðum því að vera komnar á HM. Þetta var gríðarlega svekkjandi en mér fannst við spila samt spila þennan leik vel eftir að við lentum einum færri. Ég er stolt af stelpunum og hjartað mitt fer til Mundu, greyið! sagði hún en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rautt spjald og dæmt á sig víti á 55. mínútu og úr því kom fyrsta mark leiksins.

„Þetta var ekki rautt spjald og ótrúlega ósanngjarnt og leiðinleg niðurstaða í dag. Hreinskilið finnst mér vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari í heimi ef hún þarf að fara í skjáinn yfir öllum vafaatriðum sem gerast í leiknum. Mér finnst það bara lélegt. Ég veit ekkert hvað er dæmt á þegar markið er dæmt af okkur, skil það ekki. Svo fáum við þetta víti á okkur, Áslaug Munda myndi aldrei á ævinni hrinda leikmanni. Það getur ekki verið að þetta hafi verið rautt spjald. Mér fannst þetta léleg lína og hún ekki höndla þennan leik."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún segir þar skammarlegt hvernig staðið er að umspilinu þar sem Ísland fær bara útileik án þess að vita hvar hann fari fram nema með stuttum fyrirvara.


Athugasemdir