Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 11. október 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Glódís: Vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari heims
Icelandair
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er tómleikatilfinning, ég var ekki búin að sjá þetta fyrir mér," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Ég var búin að sjá fyrir mér að við færum heim í dag og fögnuðum því að vera komnar á HM. Þetta var gríðarlega svekkjandi en mér fannst við spila samt spila þennan leik vel eftir að við lentum einum færri. Ég er stolt af stelpunum og hjartað mitt fer til Mundu, greyið! sagði hún en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rautt spjald og dæmt á sig víti á 55. mínútu og úr því kom fyrsta mark leiksins.

„Þetta var ekki rautt spjald og ótrúlega ósanngjarnt og leiðinleg niðurstaða í dag. Hreinskilið finnst mér vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari í heimi ef hún þarf að fara í skjáinn yfir öllum vafaatriðum sem gerast í leiknum. Mér finnst það bara lélegt. Ég veit ekkert hvað er dæmt á þegar markið er dæmt af okkur, skil það ekki. Svo fáum við þetta víti á okkur, Áslaug Munda myndi aldrei á ævinni hrinda leikmanni. Það getur ekki verið að þetta hafi verið rautt spjald. Mér fannst þetta léleg lína og hún ekki höndla þennan leik."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún segir þar skammarlegt hvernig staðið er að umspilinu þar sem Ísland fær bara útileik án þess að vita hvar hann fari fram nema með stuttum fyrirvara.


Athugasemdir
banner
banner