Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 11. október 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Glódís: Vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari heims
Icelandair
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Glódís var miður sín eftir leik en sinnti samt stuðningsmönnunum í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Það er tómleikatilfinning, ég var ekki búin að sjá þetta fyrir mér," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Ég var búin að sjá fyrir mér að við færum heim í dag og fögnuðum því að vera komnar á HM. Þetta var gríðarlega svekkjandi en mér fannst við spila samt spila þennan leik vel eftir að við lentum einum færri. Ég er stolt af stelpunum og hjartað mitt fer til Mundu, greyið! sagði hún en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rautt spjald og dæmt á sig víti á 55. mínútu og úr því kom fyrsta mark leiksins.

„Þetta var ekki rautt spjald og ótrúlega ósanngjarnt og leiðinleg niðurstaða í dag. Hreinskilið finnst mér vandræðalegt að hún eigi að vera besti kvendómari í heimi ef hún þarf að fara í skjáinn yfir öllum vafaatriðum sem gerast í leiknum. Mér finnst það bara lélegt. Ég veit ekkert hvað er dæmt á þegar markið er dæmt af okkur, skil það ekki. Svo fáum við þetta víti á okkur, Áslaug Munda myndi aldrei á ævinni hrinda leikmanni. Það getur ekki verið að þetta hafi verið rautt spjald. Mér fannst þetta léleg lína og hún ekki höndla þennan leik."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún segir þar skammarlegt hvernig staðið er að umspilinu þar sem Ísland fær bara útileik án þess að vita hvar hann fari fram nema með stuttum fyrirvara.


Athugasemdir