Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
banner
   þri 11. október 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sara: Hugsaði að þetta væri mitt tækifæri að fara á HM
Icelandair
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er sár og leið og pirruð yfir leiknum. Ég er ekki enn búin að meðtaka allt sem gerðist í leiknum en fyrsta tilfinning er svolítið svört," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgal komst yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var dæmt á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem fékk um leið rauða spjaldið.

„Ég sá þekka atvik ekki en þetta hefur auðvitað áhrif á leikinn. Mér finnst við samt hafa tekið þessu sjokki með miklum karakter, við komum til baka og Glódís skorar. Á einhverjum tímapunkti fannst mér ekki óþægilegt að vera manni færri. Í framlenginunni leið okkur vel og ætluðum að halda áfram að ná góðu jafnvægi á löngum boltum og skipta um svæði og skapa færi sem við gerðum en náðum ekkki að skora. 2 - 1 markið var tuska í andlitið og mörkin eftir það erfiðara og erfiðara."

Hvað fannst þér um dómgæsluna almennt í leiknum?

„Mér fannst hún skrítin á köflum. Hún var ekki nógu ákveðin í sínum ákvörðunum, við náðum ekkert að ræða við hana. Svo dæmir hún vítaspyrnu á Alexöndru, hendi, gefur henni gult spjald, fer svo í VAR og það var ekki rétt. Hún hefur örugglega átt aðeins betri leik áður."

Nú er ljóst að Ísland kemst ekki á HM á næsta ári. Var þetta þitt síðasta tækifæri að komast á HM?

„Já, ég myndi segja það. Auðvitað er ekkert ákveðið en ég hugsaði að þetta tækifæri að fara til Ástralíu á næsta ári væri mitt tækifæri að fara á HM. Það er smá tími í næsta HM og maður veit ekki hvað gerist á þeim tíma."

Nánar er rætt við Söru í spilaranum að ofan en hún ræðir þar veikindi sín síðustu daga og fyrirkomulagið á ummspilinu.


Athugasemdir