Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 11. október 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sara: Hugsaði að þetta væri mitt tækifæri að fara á HM
Icelandair
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er sár og leið og pirruð yfir leiknum. Ég er ekki enn búin að meðtaka allt sem gerðist í leiknum en fyrsta tilfinning er svolítið svört," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgal komst yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var dæmt á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem fékk um leið rauða spjaldið.

„Ég sá þekka atvik ekki en þetta hefur auðvitað áhrif á leikinn. Mér finnst við samt hafa tekið þessu sjokki með miklum karakter, við komum til baka og Glódís skorar. Á einhverjum tímapunkti fannst mér ekki óþægilegt að vera manni færri. Í framlenginunni leið okkur vel og ætluðum að halda áfram að ná góðu jafnvægi á löngum boltum og skipta um svæði og skapa færi sem við gerðum en náðum ekkki að skora. 2 - 1 markið var tuska í andlitið og mörkin eftir það erfiðara og erfiðara."

Hvað fannst þér um dómgæsluna almennt í leiknum?

„Mér fannst hún skrítin á köflum. Hún var ekki nógu ákveðin í sínum ákvörðunum, við náðum ekkert að ræða við hana. Svo dæmir hún vítaspyrnu á Alexöndru, hendi, gefur henni gult spjald, fer svo í VAR og það var ekki rétt. Hún hefur örugglega átt aðeins betri leik áður."

Nú er ljóst að Ísland kemst ekki á HM á næsta ári. Var þetta þitt síðasta tækifæri að komast á HM?

„Já, ég myndi segja það. Auðvitað er ekkert ákveðið en ég hugsaði að þetta tækifæri að fara til Ástralíu á næsta ári væri mitt tækifæri að fara á HM. Það er smá tími í næsta HM og maður veit ekki hvað gerist á þeim tíma."

Nánar er rætt við Söru í spilaranum að ofan en hún ræðir þar veikindi sín síðustu daga og fyrirkomulagið á ummspilinu.


Athugasemdir
banner
banner