Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 11. október 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Icelandair
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er svekktur og varð meira pirraður eftir að hafa horft á brotið aftur og rauða spjaldið," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Mér finnst þetta óskiljanlegur dómur," hélt hann áfram en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á Ísland á 55. mínútu.

„Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti en snertingin var ekki mikil. Hún henti sér niður en þær gerðu það svosem út um allan völl allan leikinn. Þetta var aldrei rautt spjald og hún var ekki viljandi að toga hana niður. Þær rekast saman og við það verður þetta fall. Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti á þetta en aldrei rautt spjald."

Fannst honum halla á Ísland í dómgæslunni í kvöld?

„Ég veit það ekki, hausinn á mér er á þannig flugi að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég var alveg viss um að hún myndi dæma þetta mark sem við skoruðum af í VAR eftir að Guðný togaði í hana þarna. Hún dæmir brot á það og ekkert óeðlilegt við það. Svo er fúlt að fá á sig mark og lenda undir en við svöruðum og komum af krafti inn í leikinn strax eftir rauða spjaldið og gerðu það heilt yfir vel."

Nánar er rætt í Steina í spilaranum að ofan en hann ræðir þar veikindi Söru Bjarkar, að byrjunarliðið hafi lekið út og fyrirkomulagið á umspilinu.  Hann segir liðið fá frí í nóvember þó það sé leikjagluggi þá.


Athugasemdir
banner
banner