Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 11. október 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Icelandair
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er svekktur og varð meira pirraður eftir að hafa horft á brotið aftur og rauða spjaldið," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Mér finnst þetta óskiljanlegur dómur," hélt hann áfram en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á Ísland á 55. mínútu.

„Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti en snertingin var ekki mikil. Hún henti sér niður en þær gerðu það svosem út um allan völl allan leikinn. Þetta var aldrei rautt spjald og hún var ekki viljandi að toga hana niður. Þær rekast saman og við það verður þetta fall. Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti á þetta en aldrei rautt spjald."

Fannst honum halla á Ísland í dómgæslunni í kvöld?

„Ég veit það ekki, hausinn á mér er á þannig flugi að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég var alveg viss um að hún myndi dæma þetta mark sem við skoruðum af í VAR eftir að Guðný togaði í hana þarna. Hún dæmir brot á það og ekkert óeðlilegt við það. Svo er fúlt að fá á sig mark og lenda undir en við svöruðum og komum af krafti inn í leikinn strax eftir rauða spjaldið og gerðu það heilt yfir vel."

Nánar er rætt í Steina í spilaranum að ofan en hann ræðir þar veikindi Söru Bjarkar, að byrjunarliðið hafi lekið út og fyrirkomulagið á umspilinu.  Hann segir liðið fá frí í nóvember þó það sé leikjagluggi þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner