Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 11. október 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Icelandair
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er svekktur og varð meira pirraður eftir að hafa horft á brotið aftur og rauða spjaldið," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Mér finnst þetta óskiljanlegur dómur," hélt hann áfram en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á Ísland á 55. mínútu.

„Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti en snertingin var ekki mikil. Hún henti sér niður en þær gerðu það svosem út um allan völl allan leikinn. Þetta var aldrei rautt spjald og hún var ekki viljandi að toga hana niður. Þær rekast saman og við það verður þetta fall. Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti á þetta en aldrei rautt spjald."

Fannst honum halla á Ísland í dómgæslunni í kvöld?

„Ég veit það ekki, hausinn á mér er á þannig flugi að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég var alveg viss um að hún myndi dæma þetta mark sem við skoruðum af í VAR eftir að Guðný togaði í hana þarna. Hún dæmir brot á það og ekkert óeðlilegt við það. Svo er fúlt að fá á sig mark og lenda undir en við svöruðum og komum af krafti inn í leikinn strax eftir rauða spjaldið og gerðu það heilt yfir vel."

Nánar er rætt í Steina í spilaranum að ofan en hann ræðir þar veikindi Söru Bjarkar, að byrjunarliðið hafi lekið út og fyrirkomulagið á umspilinu.  Hann segir liðið fá frí í nóvember þó það sé leikjagluggi þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner