Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
   fös 11. október 2024 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið er komið með fjögur stig í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Auðvitað stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik og vel gert að koma til baka úr erfiðari stöðu en líka smá svekktir að við náðum ekki að setja inn þriðja markið og taka þrjú stig." Sagði Orri Steinn Óskarsson framherji Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

Íslenska liðið var mun betra í síðari hálfleiknum en þeim fyrri í kvöld.

„Ég held að það sé mjög einfalt. Við setjum meiri kraft í pressuna okkar og erum meira aggressívir á það hvenær við viljum fara og hvenær ekki og ég held að við gerðum þeim mjög erfitt fyrir með að vera að pressa þá alla leið niður og svo vorum við hættulegir á transition líka og héldum vel í boltann." 

„Ég held að öll stig af leiknum vorum við betri en Wales í seinni hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir." 

Innkoma Loga Tómassonar skiptir sköpum í kvöld.

„Ég er auðvitað með Loga í herbergi og ég er búin að vera kenna honum aðeins upp á herbergi hvernig á að setja hann í markið þannig það var gott að sjá." Sagði Orri Steinn glottandi og hélt svo áfram.

„Logi kom auðvitað frábærlega inn í þennan leik og stóð stig frábærlega. Það gaf okkur smá 'edge' sem við þurftum. Hættulegur fram á við og sterkur varnarlega þannig það var eiginlega ekki hægt að biðja um meira frá Loga í dag." 

Nánar er rætt við Orra Stein Óskarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner