Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   fös 11. október 2024 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Orri Steinn Óskarsson ásamt nemanda sínum Loga Tómassyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið er komið með fjögur stig í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Auðvitað stoltur af frammistöðunni í seinni hálfleik og vel gert að koma til baka úr erfiðari stöðu en líka smá svekktir að við náðum ekki að setja inn þriðja markið og taka þrjú stig." Sagði Orri Steinn Óskarsson framherji Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

Íslenska liðið var mun betra í síðari hálfleiknum en þeim fyrri í kvöld.

„Ég held að það sé mjög einfalt. Við setjum meiri kraft í pressuna okkar og erum meira aggressívir á það hvenær við viljum fara og hvenær ekki og ég held að við gerðum þeim mjög erfitt fyrir með að vera að pressa þá alla leið niður og svo vorum við hættulegir á transition líka og héldum vel í boltann." 

„Ég held að öll stig af leiknum vorum við betri en Wales í seinni hálfleik og gerðum þeim erfitt fyrir." 

Innkoma Loga Tómassonar skiptir sköpum í kvöld.

„Ég er auðvitað með Loga í herbergi og ég er búin að vera kenna honum aðeins upp á herbergi hvernig á að setja hann í markið þannig það var gott að sjá." Sagði Orri Steinn glottandi og hélt svo áfram.

„Logi kom auðvitað frábærlega inn í þennan leik og stóð stig frábærlega. Það gaf okkur smá 'edge' sem við þurftum. Hættulegur fram á við og sterkur varnarlega þannig það var eiginlega ekki hægt að biðja um meira frá Loga í dag." 

Nánar er rætt við Orra Stein Óskarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner