Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 11. nóvember 2019 16:09
Magnús Már Einarsson
Liverpool hefur áhyggjur af ökklameiðslum Salah
Liverpool hefur miklar áhyggjur af ökklameiðslum Mohamed Salah samkvæmt frétt ESPN.

Salah meiddist á ökkla eftir tæklingu Hamza Choudhury í leik gegn Leicester fyrir mánuði.

Síðan þá hefur ökklinn verið að stríða Salah og hann fór af velli undir lokin í 3-1 sigrinum á Manchester City í gær eftir baráttu við Fernandinho.

Hinn 27 ára gamli fór beint eftir leikinn í verkefni með landsliði Egypta og þar verða meiðslin skoðuð nánar.

Menn hjá Liverpool hafa áhyggjur af því að Salah þurfi að vera fjarri góðu gamni næstu vikurnar en fréttir af því ættu að berast á næstunni.
Athugasemdir
banner