Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 23:30
Aksentije Milisic
Mourinho hefur áhyggjur af Chelsea - Aðstoðarþjálfarinn hlær að því
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var sérfræðingur hjá Sky Sports um helgina og ræddi hann þar um Chelsea. Hann sagði í byrjun tímabils að hann hefði áhyggjur af Chelsea og þær áhyggjur eru ekki farnar. Aðstoðarþjálfari Chelsea, Jody Morris, birti færslu á twitter í kjölfarið þar sem hann hlóg að þessum ummælum hjá Mourinho.

„Eftir fyrsta leik tímabilsins hafði ég áhyggjur og ég hef þær enn, varðandi stóru leikina. Frank hefur gert frábæra hluti með liðið. Ungu strákarnir sem eru að fá tækifæri hafa smellpassað í liðið með heimsklassa leikmönnum eins og Willian og Kante. En þeir hafa tapað tvisvar gegn Man Utd," sagði Mourinho.

„Þeir töpuðu gegn Liverpool á heimavelli. Þeir fengu fjögur mörk á sig á heimavelli gegn Ajax. Það verður áhugavert að sjá næsta leik þeirra gegn Man City á Etihad vellinum."

Aðstoðarþjálfari Chelsea, Jody Morris, skrifaði á twitter: „Jose hefur ennþá áhyggjur," og lét hann broskalla fylgja með sem eru grenjandi úr hlátri.


Athugasemdir
banner
banner
banner