Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 11. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún og Hlín tilnefndar í stórum verðlaunum
Guðrún átti magnað tímabil í Svíþjóð.
Guðrún átti magnað tímabil í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir og Hlín Eiríksdóttir eru tilnefndar til einstaklingsverðlauna eftir virkilega flott tímabil í sænsku úrvalsdeildinni.

Seinna í vikunni verða verðlaunahafar opinberaðir.

Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn en hún átti magnað tímabil fyrir Svíþjóðarmeistara Rosengård.

„Það er þessi 29 ára gamli miðvörður sem hefur stýrt og stillt vörn meistaranna árið 2024. Guðrún hefur tekið ný skref á ferlinum tímabil eftir tímabil og er líkamlega sterkur miðvörður með fullkomna tímasetningar. Sannkallaður leiðtogi," segir í umsögn Aftonbladet.

Hlín er tilnefnd sem besti sóknarmaðurinn og kemur einnig til greina í valinu á besta markinu.

„Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Vinnuandinn er mikill, hún gefst aldrei upp og það smitar út frá sér. Við það bætist styrkur hennar og flottar afgreiðslur," segir um Hlín en hún hefur leikið vel á vinstri vængnum fyrir Íslendingalið Kristianstad.

Það verður gaman að sjá hvort íslensku leikmennirnir hreppi verðlaunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner