Antonio Conte, stjóri Napoli, hefur miklar áhyggjur af gengi liðsins á tímabilinu.
Napoli er ríkjandi Ítalíumeistari en liðið er í 4. sæti ítölsku deildarinnar, liðið tapaði þriðja leiknum í deildinni gegn Bologna um helgina. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum í Meistaradeildinni er með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Napoli er ríkjandi Ítalíumeistari en liðið er í 4. sæti ítölsku deildarinnar, liðið tapaði þriðja leiknum í deildinni gegn Bologna um helgina. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum í Meistaradeildinni er með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Ítalskir fjölmiðlar hafa talað um að Conte vilji segja upp störfum en Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, sagði að ekkert væri til í þeim sögusögnum.
„Ég er áhyggjufullur, ég get ekkert að því gert. Fimm töp eru of mörg og það er ekkert slys, það er eitthvað í gangi. Ég hef reynt að koma hugsunum mínum og áhyggjum á framfæri við eldri leikmenn," sagði Conte.
„Eftir að við unnum deildina enduðum við í tíunda sæti árið eftir. Það kenndi okkur ekki neitt því fólk heldur að ljóti andarunginn geti orðið að svani á einni nóttu. Það er ekki nóg að vinna heimavinnuna, þú þarft hjarta og ástríðu."
Athugasemdir




