Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, telur að Alisson sé besti markvörður heims. Alisson er kominn af meiðslalistanum og átti virkilega góðan leik þegar Liverpool hélt sigurgöngu sinni í Meistaradeildinni áfram og vann 1-0 sigur gegn Girona.
„Hann er rosalegur leikmaður. Hann er einn besti, ef ekki besti, markvörður heims. Ég tel að hann sé bestur því hann er alhliða góður," segir Robinson.
„Þið sjáið vörslurnar sem hann tekur, völdin sem hann hefur í teignum og svo stenst hann nútímalegar kröfur með boltann í fótunum."
„Hann veit að markvarðarstaðan snýst fyrst og fremst um að koma í veg fyrir að boltinn fari í netið og hann er einn sá besti í að hindra það. Kelleher gerði gríðarlega vel en hann er með einn þann besta í heimi á undan sér."
Athugasemdir