Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. janúar 2020 15:56
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Watford úr fallsæti eftir sigur gegn Bournemouth
Troy Deeney skoraði annað mark Watford.
Troy Deeney skoraði annað mark Watford.
Mynd: Getty Images
Bournemouth 0 - 3 Watford
0-1 Abdoulaye Doucoure ('42)
0-2 Troy Deeney ('65)
0-3 Roberto Pereyra ('90)

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Bournemouth og Watford.

Um sannkallaðan fallbaráttuslag var að ræða því bæði liðin voru í fallsæti fyrir leikinn. Heimamenn í 18. sæti en gestirnir í 19. sæti.

Gestirnir í Watford skoruðu fyrsta mark leiksins á 42. mínútu, þar var að verki Abdoulaye Doucoure, Ismaila Sarr lagði upp markið.

Staðan 0-1 í hálfleik og gestunum tókst að koma boltanum aftur í netið á 65. mínútu, að þessu sinni var það Troy Deeney sem skoraði. Það var svo Roberto Pereyra sem gulltryggði sigur Watford á suðurströndinni í uppbótartíma.

Lokatölur 0-3 sigur Watford sem er komið úr fallsæti eftir langa dvöl þar, þeir sitja nú í 17. sæti með 22 stig en Bournemouth fellur niður í 19. sætið eftir tapið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner