Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. janúar 2020 17:24
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig: Samningslengdin skiptir ekki miklu máli
Ragnar er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Ragnar er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við FC Kaupmannahöfn og verður í treyju númer 27 hjá félaginu.

Ragnar hefur verið í leit að félagi síðan hann yfirgaf Rostov í Rússlandi.

„Ég hef alltaf litið á FCK sem mitt félag og Kaupmannahöfn varð mitt heimili þegar ég var síðast hjá félaginu. Mér líður eins og ég sé að koma heim," segir Ragnar við heimasíðu FCK.

„Ég naut þess í botn þegar ég var hérna síðast og á marga vini í borginni. Ég hef alltaf fundið fyrir mikilli virðingu og stuðningi frá stuðningsmönnum. Ég kann að meta það og hlakka til að hitta þá aftur."

Athygli vekur að samningurinn við FCK er út yfirstandandi tímabil en eftir það verður staðan skoðuð. Ragnar verður 34 ára í sumar.

„Lengd samningsins skiptir ekki miklu máli. Mitt eina markmið er að gera allt sem ég get til að hjálpa FCK að vinna titilinn og standa sig vel í Evrópu. Ég hlakka til að hitta þá sem ég þekki og líka til að kynnast nýjum liðsfélögum," segir Ragnar.
Athugasemdir
banner
banner