banner
   mið 12. janúar 2022 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emelía Óskars til Kristianstad (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir er gengin í raðir Kristianstad. Þessu vekur umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon athygli á með Twitter færslu.

Emelía er fimmtán ára gömul og er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Bróðir hennar, Orri Steinn, er leikmaður FCK í Danmörku.

Emelía skrifar undir þriggja ára samning við sænska félagið. Hún hefur spilað með Gróttu á Íslandi og unglingaliðum BSF í Danmörku.

Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir og fyrr í vetur gekk Amanda Andradóttir til liðs við félagið.

Emelía á að baki sex leiki fyrir unglingalandsliðin. Í færslu á Instagram kemur fram að Emilía komi til móts við hópinn um miðjan mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner