Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. janúar 2023 09:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weghorst laus frá Besiktas eftir að Man Utd opnaði veskið
Flýgur til Manchester í dag og skrifar undir samning
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur komist að samkomulagi við bæði Besiktas og Burnley um að fá sóknarmanninn Wout Weghorst á láni.

Það hefur aukið flækjustigið að þrjú félög komi að viðræðunum en Weghorst er búinn að leika með Besiktas í Tyrklandi á láni frá Burnley fyrri hluta þessa tímabils.

United þarf að borga Besiktas 2,5 milljónir punda til þess að rifta lánssamningnum hans þar snemma. Besiktas fær greiðsluna beint frá Man Utd sem er í raun að borga fyrir það að taka yfir lánssamninginn hans.

Besiktas er í viðræðum við kamerúnska sóknarmanninn Vincent Aboubakar og kemur hann til með að fylla í skarð Weghorst.

Weghorst, sem er þrítugur, spilaði 17 sinnum með Besiktas og skoraði átta mörk. Hann lagði þá upp fjögur ofan á það.

Margir hafa furðað sig á því að United sé að vinna í því að fá hinn þrítuga Weghorst en hann Erik ten Hag vill fá inn sóknarmann eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.

Weghorst er talinn vera hugsaður sem ódýr bráðabirgðalausn en Rauðu djöflarnir hyggjast kaupa nýjan sóknarmann næsta sumar.

Weghorst flýgur til Manchester í dag þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við félagið. Man Utd mætir nágrönnum sínum í City í hádeginu á laugardag og verður fróðlegt að sjá hvort Weghorst verði í hópnum þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner