Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 12. febrúar 2023 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Potter um Soucek: Góð markvarsla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Craig Pawson var á flautunni.
Craig Pawson var á flautunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Graham Potter var svekktur eftir 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli gegn West Ham United og svaraði spurningum að leikslokum.


Hann var meðal annars spurður út í Tomas Soucek sem varði skot Conor Gallagher með því að skutla sér á boltann. Hann hélt handleggnum niður með síðu og varði með höndinni án þess að fá dæmda vítaspyrnu á sig, ekki einu sinni eftir athugun í VAR kerfinu.

„Mér fannst þetta góð markvarsla," sagði Potter og glotti. „Ég held ekki að VAR herbergið hefði snúið dómnum við hefði dómarinn dæmt vítaspyrnu.

„Að mínu mati er þeta hendi. Ég vissi ekki að það mætti leggjast í jörðina og verja svona með höndinni. Ég vil ekki tjá mig of mikið um VAR, stundum fellur þetta með þér og stundum ekki. Maður verður bara að samþykkja það."

Fótboltasérfræðingarnir Danny Murphy og Rio Ferdinand tjáðu sig um atvikið á BT Sport.

„Þetta er alveg galin ákvörðun. Ég á ekki til orð yfir vanhæfninni í fólkinu sem sér um VAR herbergin,"  sagði Murphy og tók Ferdinand undir.

„Það er ekki að undrast að leikmenn Chelsea eru brjálaðir. Þetta er svakaleg markvarsla - mér finnst ótrúlegt að hann hafi ekki dæmt vítaspyrnu. Að mínu mati er þetta ekkert nema víti."

Gianfranco Zola, sem var leikmaður hjá Chelsea og þjálfaði svo West Ham, telur þetta vera klára vítaspyrnu.

„Þetta er augljós vítaspyrna. Höndin er ekki í eðlilegri stöðu og hún fer fyrir marktilraun. Að mínu mati er þetta víti."

Úrvalsdeildardómarinn fyrrverandi Peter Walton ræddi atvikið í útsendingu BT Sport.

„Reglurnar eru skýrar. VAR herbergið metur aðstæður sem svo að hendur varnarmannsins séu í náttúrulegri stellingu til að stöðva fall hans til jarðar. Að mínu mati eru helstu vonbrigðin þau að VAR gaf dómaranum ekki tækifæri til að endurskoða atvikið í skjánum," sagði Walton.

„Þegar atvikið er skoðað gaumgæfilega sést að varnarmaðurinn færir höndina til eftir að boltinn er kominn framhjá hnénu hans."

Sjá einnig:
Myndband: Soucek með frábæra vörslu


Athugasemdir
banner
banner
banner