Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   fim 12. mars 2020 22:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allur hópurinn hjá Arsenal í sóttkví
Í tilkynningu Arsenal fyrir um stundarfjórðungi síðan kom fram að allir þeir sem hefðu verið í nálægð við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, færu í sóttkví.

Þar á meðal eru þjálfarar félagsins, leikmenn og aðrir starfsmenn á æfingasvæði félagsins.

Fyrr í kvöld tilkynnti úrvalsdeildin að leikir færu fram með óbreyttu sniði um helgina en nú er ljóst að lið Arsenal verður í sóttkví og leikur því ekki um helgina.

Líklegt verður að teljast að enska úrvalsdeildin sé á leið í einhverskonar hlé.
Athugasemdir
banner