Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. mars 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Draumurinn að spila á Englandi eða Spáni
Mynd: Getty Images
Kanadíski framherjinn Jonathan David gæti vel hugsað sér að spila í ensku úrvalsdeildinni eða La Liga á næstu árum.

David, sem er 23 ára gamall, er markahæsti leikmaður franska félagsins Lille á þessari öld.

Hann afrekaði það á aðeins þremur árum hjá félaginu en á þessu tímabili er hann með 19 mörk í frönsku deildinni í 26 leikjum.

Mikill áhugi er á David, þá sérstaklega frá Englandi, en hann viðurkennir að það sé draumur hans að spila þar eða á Spáni. Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á að landa honum í sumar.

„Ég get ekki horft lengra en í næsta leik og að hjálpa Lille að komast aftur meðal fjögurra efstu. Ég get sagt ykkur það að þegar ég var yngri þá snerust laugardagsmorgnar um ensku úrvalsdeildina og La Liga.“

„Draumar allra barna er að spila þar,“
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner