Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. mars 2023 11:09
Brynjar Ingi Erluson
Sutton vildi mæta til vinnu en gat það ekki vegna Lineker
Chris Sutton, sem er hér lengst til hægri, vildi mæta í vinnuna
Chris Sutton, sem er hér lengst til hægri, vildi mæta í vinnuna
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum leikmaður Celtic og enska landsliðsins, fékk ekki að stýra útvarpsþætti sínum, 606, á BBC í gær, en hann virðist vera sá eini.

Gary Lineker var látinn stíga til hliðar í starfi sem þáttastjórnandi Match of the Day á BBC eftir færslu sem hann birti á Twitter, en þar gagnrýndi hann ríkisstjórnina og nýja stefnu hennar í málum sem varða innflytjendur og flóttafólk.

Lineker líkti stefnunni við þá sem Þjóðverjar notuðu í kringum seinni heimsstyrjöldina. Það var metið sem svo að hann hafi brotið reglur sem varða hlutleysi og því látinn stíga til hliðar.

Samstarfsfélagar Lineker sýndu stuðning sinn og neituðu að vinna við þáttinn í gær og fór það svo að hann var aðeins 19 mínútur að lengd og aðeins sýnt frá leikjunum með engri lýsingu eða umræðu.

Þetta hafði áhrif á alla fótboltaumræðu hjá BBC, meðal annars útvarpsþáttinn 606, en Sutton, sem stýrir þættinum, fékk ekki að gera það í gær.

„606 verður ekki í kvöld. Ég vona að Gary Lineker og BBC leysi þessa óreiðu og að Gary verði mættur aftur í MOTD bráðlega, en ég hefði elskað að vinna í kvöld til að spjalla um fótbolta og alla leikina,“ sagði Sutton á Twitter í gær.

Loðin yfirlýsing frá Sutton sem virðist alls ekki sáttur við stöðuna og hafa netverjar beðið eftir frekari útskýringu frá honum, en miðað við færsluna virðist hann ekki sýna mikla samstöðu í þessu máli.
Athugasemdir
banner
banner