Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. apríl 2021 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Fær ekki að dæma leiki hjá Milan á næstunni
Fabio Maresca
Fabio Maresca
Mynd: Getty Images
Ítalski dómarinn Fabio Maresca fær ekki að dæma leiki hjá AC Milan á næstunni eftir að hann dæmdi 2-1 sigur liðsins gegn Parma um helgina en Corriere della Sera greinir frá þessu.

Ítalska dómarasambandið var afar óánægt með hvernig Maresca bar sig að í leiknum og rifrildi hans við sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic.

Maresca rak Zlatan af velli í upphafi síðari hálfleiks er Milan var 2-0 yfir gegn Parma. Orðaskiptin milli þeirra voru stutt og segist Zlatan ekki hafa móðgað Maresca.

Dómarasambandið mun ekki leyfa Maresca að dæma leiki hjá Milan á næstunni og eru þeir afar óánægðir með dómarann.

Maresca hefur verið kallaður hrokafullur af ítölskum miðlum en hann rak Pedro Rodriguez af velli í leik Roma og Sassuolo í desember fyrir litlar sakir og þá reifst hann við Antonio Conte í janúar og rak hann upp í stúku er Inter mætti Udinese.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner