Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 12. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Toppliðin eiga heimaleiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni um helgina þó að enginn leikur sé á dagskrá í kvöld.

Veislan hefst í hádeginu á morgun þegar Newcastle United tekur á móti Tottenham í spennandi slag, áður en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City fá tækifæri til að endurheimta toppsætið.

Man City tekur á móti nýliðum Luton Town og er það skyldusigur fyrir lærisveina Pep Guardiola, þó að gestirnir frá Luton muni gera allt í sínu valdi til að stöðva stjörnum prýtt meistaralið City frá því að setja boltann í netið.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í fallbaráttuliði Burnley eiga heimaleik gegn Brighton og þurfa sigur til að eiga raunhæfa möguleika á að bjarga sér, áður en Manchester United heimsækir Bournemouth.

Á sunnudaginn mæta fjögur Evrópulið til leiks, þar sem Liverpool og West Ham eiga heimaleiki áður en Arsenal fær Aston Villa í heimsókn í afar spennandi slag. Þar mætir Unai Emery aftur á sinn gamla heimavöll.

Að lokum tekur Chelsea á móti Everton á mánudagskvöldið í síðasta leik umferðarinnar.

Laugardagur:
11:30 Newcastle - Tottenham
14:00 Brentford - Sheffield Utd
14:00 Burnley - Brighton
14:00 Man City - Luton
14:00 Nott. Forest - Wolves
16:30 Bournemouth - Man Utd

Sunnudagur:
13:00 Liverpool - Crystal Palace
13:00 West Ham - Fulham
15:30 Arsenal - Aston Villa

Mánudagur:
19:00 Chelsea - Everton
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner