Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. maí 2022 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ætlar ekki að framlengja við Man City í sumar - „Þurfum tíma"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Spænski stjórinn, Pep Guardiola. ætlar ekki að framlengja við Manchester City í sumar og mun bíða með ákvörðun sína þar til eftir næsta tímabil.

Samningur Guardiola rennur út eftir næsta tímabil. Ensku blöðin fullyrtu í síðasta mánuði að hann væri nálægt því að ganga frá framlengingu á samningi sínum en það er ekki rétt.

Spánverjinn vill bíða og sjá hvernig tilfinningin í hópnum er eftir næsta tímabil og taka þá ákvörðun. Guardiola tók við Man City fyrir sex árum en liðið hefur unnið þrjá deildaritla undir hans stjórn og er þá komið með nokkra fingur á fjórða.

„Ef ég framlengi samning inn þá verður það ekki fyrr en eftir næsta tímabil. Það mun ekki gerast fyrr. Ég hef verið hér í mörg ár og þarf að sjá hvernig tilfinningin er, bæði hjá mér og liðinu," sagði Guardiola við Sky Sports.

„Ég væri til í að vera hér í tíu ár til viðbótar en við þurfum tíma," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner