Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aðhlátursefni eftir tap gegn Íslandi en enginn hlær núna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska þjóðin er spennt fyrir morgundeginum, þegar þeirra lið stígur í fyrsta sinn á völlinn á Evrópumótinu 2020 (2021).

England spilar við Króatíu á morgun en flautað verður til leiks klukkan 13:00 að íslenskum tíma.

„Það eru aðeins fimm ár frá leiknum við Ísland. Muniði eftir Íslandi? Það var síðasti leikur Englands á Evrópumóti," skrifar Ian Ladyman, blaðamaður Daily Mail, í grein fyrir miðilinn.

Sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 eru einhver ótrúlegustu úrslit í sögu EM. England komst yfir úr vítaspyrnu í leiknum en Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu í þessum ótrúlega sigri sem aldrei mun gleymast.

Það er komin ný kynslóð hjá Englandi og að sögn Ladyman hefur enskur fótbolti breyst; betri aðstæður, betri vellir og betri þjálfun hefur skilað betri leikmönnum.

Phil Foden, Trent Alexander-Arnold Mason Mount, Declan Rice, Kalvin Phillips, Ben Chilwell, Jadon Sancho, Jude Bellingham, Bukayo Saka, Jack Grealish... þetta er lið sem enska þjóðin hefur trú á.

Ladyman segir að þetta er ekki lið sem er líklegt til að vinna mótið, en þetta sé lið sem getur vaxið, þetta sé lið sem getur spilað fótbolta eins og bestu lið Evrópu.

„Hvað sem gerist á 11 völlum í kringum Evrópu næsta mánuðinn, þá kæmi það á óvart ef einhver fer að hlæja að Englandi núna. Blaðinu er snúið við," skrifar Ladyman í grein sinni sem má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner