Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. júní 2021 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurkoma í vændum hjá Buffon
Mynd: EPA
Goðsögnin Gianluigi Buffon færist nær því að skrifa nafn sitt á samning hjá uppeldisfélagi sínu, Parma.

Hann hóf feril sinn hjá Parma fyrir 26 árum og er núna kominn mjög nálægt endurkomu að sögn fjölmiðlamannsins Fabrizio Romano.

Buffon, sem er 43 ára, er sagður mjög spenntur fyrir verkefninu hjá Parma þrátt fyrir að félagið hafi fallið úr úrvalsdeild á síðustu leiktíð.

Buffon, sem er talinn einn besti markvörður allra tíma, hóf ferilinn hjá Parma og spilaði 220 leiki fyrir félagið á sex árum áður en hann var seldur til Juventus fyrir metfé árið 2001.

Hann spilaði í sautján ár hjá Juventus en fór á vit ævintýranna árið 2018 og samdi við Paris Saint-Germain í eitt ár. Eftir það snéri hann aftur til Juventus en hann fer frá félaginu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner