Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen andaði ekki og var ekki með púls - Lífi hans bjargað
Mynd: EPA
Morten Boesen, læknir danska landsliðsins, segir í samtali við danska fjölmiðla að Christian Eriksen hafi andað og verið með púls þegar læknar hlupu inn á völlinn í dag. Svo hafi hann hætt að handa og púlsinn horfið.

Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Það er ekki annað hægt að segja en að sjúkrastarfsmenn á vellinum og liðsfélagar Eriksen séu hetjur.

Eriksen fékk skyndihjálp á vellinum og var svo fluttur á sjúkrahús þar sem líðan hans er stöðug.

„Ég vil byrja á því að segja að ég er ekki búinn að tala við Christian eða fjölskyldu hans... þegar við komum að honum þá var hann í hliðarlegu, andaði og var með púls. Fljótlega breytist staðan og við hefjum hjartahnoð. Við fengum frábæra hjálp frá læknum á vellinum og öðrum sjúkrastarfsmönnum. Við náðum Christian aftur og hann talaði aðeins við mig," sagði Boesen.

Hjartalæknirinn Sadi Raza skrifar þráð á Twitter um mál Eriksen. Hann segir að miðað við sjónvarpsútsendinguna hafi Eriksen verið með hraðan, óreglulegan og óskipulagðan hjartsláttartakt sem kemur á undan hjartastoppi. Hann segir að liðsfélagar Eriksen, dómarinn og læknar hafi bjargað lífi fótboltamannsins.

Eriksen er núna í skoðun á spítala þar sem það er rannsakað nákvæmlega hvað kom fyrir. Rannsóknir munu segja til um það hver framtíð Eriksen verði í fótbolta, þó það sé aukaatriði núna. Það sem skiptir mestu máli núna er að hann er á lífi og líðan hans sé stöðug.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner