Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. júní 2021 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen er á lífi
Mynd: EPA
Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, er á lífi og líðan hans er stöðug samkvæmt UEFA.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Leikmenn Danmerkur hópuðust í kringum Eriksen svo myndavélar á vellinum næðu ekki nærmynd af aðstæðum. Sjúkrastarfsmenn á vellinum virtust vera að framkvæma hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð.

Eriksen var færður af vellinum og var útlitið ekki gott. Stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar voru með tárin í augunum og mikið sjokk greinilega.

Núna er búið að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann sé á lífi. Það er búið að færa hann á sjúkrahús nálægt Parken og er líðan hans stöðug samkvæmt UEFA.

Það verður frekari yfirlýsing gefin út á næstu mínútum.


Athugasemdir
banner
banner