Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. júní 2021 11:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Sagt að Eiður Smári þurfi að fara í meðferð til að halda starfinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagt er að starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands hangi á bláþræði. Frá þessu greinir mbl.is.

Myndband er í dreifingu þar sem Eiður sést í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hegðun Eiðs Smára utan vall­ar hef­ur verið til um­fjöll­un­ar á sam­fé­lags­miðlum en mikið var rætt og ritað um at­vik sem átti sér stað í sjón­varpsþætt­in­um Vell­in­um á Sím­inn Sport fyrr í vet­ur þar sem hann virt­ist ölvaður í út­send­ing­unni," segir í frétt mbl.is sem Bjarni Helgason blaðamaður skrifar.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur Eiður tvo kosti hjá Knatt­spyrnu­sam­band­inu; að fara í meðferð eða missa starfið.

Eiður Smári er einn besti knatt­spyrnumaður sem Ísland hef­ur átt en hann er annar af aðstoðarmönnum Arnars Þórs Viðarssonar með A-landslið karla. Þar áður störfuðu þeir saman sem þjálfarar U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner