Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 12. júlí 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Atalanta jafnaði 68 ára gamalt met í gær
Ítalska félagið Atalanta jafnaði 68 ára gamalt met í Seríu A í gær en þrír leikmenn liðsins hafa skorað 15 mörk eða meira á tímabilinu.

Tímabilið 1951-52 skoruðu þrír leikmenn Juventus fimmtán mörk eða meira en það voru þeir Ermes Muccinelli, Giamipiero Boniperti og John Hansen.

Kólumbíski framherjinn Duvan Zapata hjálpaði Atalanta að jafna metið í gær er hann skoraði 15. mark sitt í deildinni á þessu tímabili en Luis Muriel hefur gert 17 mörk og Josip Ilicic hefur gert 15 mörk.

Síðasta lið til að ná þessum áfanga í Evrópu er lið Paris Saint-Germain með þá Edinson Cavani, Neymar og Kylian Mbappe á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner