mið 12. ágúst 2020 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard aftur til Real Madrid (Staðfest)
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Martin Ödegaard er kominn aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl hjá Real Sociedad.

Ödegaard stóð sig mjög vel hjá Real Sociedad sem hafnaði í sjötta sæti La Liga á síðustu leiktíð. Lánssamningurinn var til tveggja ára en Real Madrid átti möguleika á að kalla hann til baka.

Heimildir ESPN herma að ákvörðunin að kalla Ödegaard til baka hafi komið Sociedad mjög á óvart. Félagið gerði fastlega ráð fyrir því að Norðmaðurinn yrði áfram í herbúðum félagsins.

Ödegaard er 21 árs gamall. Hann kom til Real Madrid frá Strømsgodset árið 2015 eftir að hafa vakið rosalega mikla athygli í Noregi. Hann mun fara í samkeppni við leikmenn eins og Luka Modric og Toni Kroos um sæti í byrjunarliðinu í Madríd á næsta tímabili.

Real Madrid er ríkjandi Spánarmeistari.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner