Brentford er að ganga frá kaupum á sænska miðjumanninum Jens Cajuste, sem kemur til félagsins úr röðum Napoli á Ítalíu.
Cajuste er varnarsinnaður miðjumaður sem var keyptur til Napoli fyrir 12 milljónir evra í fyrra.
Hann átti erfitt uppdráttar í ítalska boltanum og er nú á leið til Brentford.
Cajuste kemur á eins árs lánssamningi með kaupskyldu og endar Brentford á að greiða um 12 milljónir evra, eða 10 milljónir punda, fyrir leikmanninn.
Cajuste, sem á 23 landsleiki að baki fyrir Svíþjóð, kom við sögu í 35 leikjum með Napoli en tókst ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
Napoli er að kaupa skoska landsliðsmanninn Billy Gilmour frá Brighton til að fylla í skarðið.
Gilmour er 23 ára gamall og spilaði 41 leik fyrir Brighton á síðustu leiktíð. Hann mun kosta nokkrum milljónum meira en Napoli fær fyrir Cajuste.
Athugasemdir